Hvað gerir "Bikar-Höski" gegn Keflavík í kvöld? 28. ágúst 2006 12:15 Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum. Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Í kvöld mætast Víkingur og Keflavík í undanúrslitum VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikurinn byrjar kl. 20.00 og er á Laugardalsvellinum. Víkingar hafa farið þrengslin á leið sinni í undanúrslitin. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika og unnu þann leik 2-1 þar sem Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings, skoraði bæði mörk liðsins. Í 8 liða úrslitum mættu Víkingar Valsmönnum þar sem lokatölur urðu þær sömu og gegn FH, 2-1. Aftur var það Höskuldur Eiríksson sem kom liði sínu áfram, skoraði sigurmarkið eftir að Daníel Hjaltason hafði jafnað leikinn fyrir Víkinga. Höskuldur er því ekki kallaður annað en "Bikar-Höski" þessa dagana og verður spennandi að fylgjast með honum í kvöld. Ekki verður síður spennandi að fylgjast með rimmu Daníels Hjaltasonar, framherja Víkings, og Guðmundar Mete, varnarmanns Keflavíkur, en Daníel fór ófögrum orðum um Guðmund á heimasíðu sinni á dögunum og ásakaði hann um alls kyns fautaskap á vellinum sem og að hafa hótað sér lífláti. Keflvíkingar mættu Leikni Reykjavík á útivelli í 16 liða úrslitum og sigruðu örugglega 3-0. Stefán Örn Arnarson skoraði tvö mörk í leiknum og Guðmundur Steinarsson eitt. Keflvíkingar fóru svo upp á Skaga í 8 liða úrslitum og mættu ÍA í hörkuleik. Guðmundur Steinarsson skoraði tvö mörk og þeir Þórarinn B. Kristjánsson og Símun E. Samuelsen sitt markið hvor í 4-3 sigri Keflvíkinga. "Ég held að þetta verði þrælskemmtilegur leikur og ég hlakka til að takast á við þetta verkefni," sagði Höskuldur Eiríksson, fyrirliði Víkings. Höskuldur sagðist hálfpartinn vorkenna Keflvíkingunum því Víkingar ætli sér að mæta mjög grimmir í þennan leik eftir að hafa fengið á sig mark á síðustu sekúndunum í leik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku. "Þetta leggst bara vel í mig og ég á von á mjög skemmtilegum leik. Þetta eru búnir að vera mjög spennandi leikir á milli liðanna í deildinni í sumar," sagði Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga. Keflvíkingar léku illa í síðasta leik gegn ÍA í deildinni en Guðmundur sagði að Keflvíkingar væru staðráðnir í að taka sig saman í andlitinu. "Allir leikmenn okkar átta sig alveg á því hvað fór úrskeiðis gegn ÍA og það er mjög einfalt að laga það. Við mætum endurnærðir og hungraðir í þennan leik," sagði Guðmundur að lokum.
Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira