Chelsea vann góðan útisigur á Blackburn í gær 28. ágúst 2006 10:45 frank lampard Sést hér skora fyrra mark Chelsea úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á John Terry. MYND/Getty Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn. Mér fannst John Terry falla frekar auðveldlega. Þessi vítaspyrnudómur breytti algjörlega gangi leiksins. Ef þetta á alltaf að vera svona þá fáum við þrjár vítaspyrnur á okkur í hverjum leik. Þetta var engin vítaspyrna, sagði Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, allt annað en sáttur við dómarinn. Mér fannst þetta vera vítaspyrna. Dómarinn sá að Andre Ooijer hélt um mig með báðum höndum svo þetta var pottþétt vítaspyrna, sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir leikinn. Það var mjög mikilvægt að fá þessi þrjú stig hérna í dag, sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Blackburn er ekki auðveldasti staðurinn til að koma á eftir tapleik af því að liðsmenn eru mjög erfiðir andstæðingar. Þeir eru mjög sterkir heima fyrir og gáfu okkur lítið pláss til að spila boltanum í fyrri hálfleik. Við hins vegar stjórnuðum miðjunni í síðari hálfleik, sagði ánægður stjóri Chelsea, Jose Mourinho. Í hinum leik gærdagsins áttust við Aston Villa og Newcastle á Villa Park. Luke Moore kom Aston Villa yfir strax á annarri mínútu og það var svo Juan Pablo Angel sem skoraði annað markið og þar við sat. 2-0 sigur Aston Villa var staðreynd. Ég hef í raun ekki gert neitt. Leikmennirnir hafa alfarið séð um þetta sjálfir. Það er góður andi í liðinu og leikmennirnir vilja spila góðan fótbolta, sagði Martin ONeill, stjóri Aston Villa, eftir leikinn í gær. Við lékum illa á köflum og við lékum líka vel á köflum í leiknum en það voru sumir leikmenn sem ollu mér vonbrigðum. Ég hef aldrei þurft að segja það áður. Við höfum núna tvær vikur til að laga þessa hluti og vonandi verða komnir nýir leikmenn til félagsins fyrir fimmtudaginn, sagði Glenn Roeder, framkvæmdastjóri Newcastle. Nýjasti leikmaður Newcastle, Obafemi Martins, fór meiddur af velli í gær. Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira
Chelsea gerði góða ferð til Blackburn í gær og vann 2-0 sigur. Frank Lampard skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu og Didier Drogba, sem komið hafði inn á sem varamaður í leiknum, innsiglaði sigurinn undir lokinn. Mér fannst John Terry falla frekar auðveldlega. Þessi vítaspyrnudómur breytti algjörlega gangi leiksins. Ef þetta á alltaf að vera svona þá fáum við þrjár vítaspyrnur á okkur í hverjum leik. Þetta var engin vítaspyrna, sagði Mark Hughes, framkvæmdastjóri Blackburn, allt annað en sáttur við dómarinn. Mér fannst þetta vera vítaspyrna. Dómarinn sá að Andre Ooijer hélt um mig með báðum höndum svo þetta var pottþétt vítaspyrna, sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir leikinn. Það var mjög mikilvægt að fá þessi þrjú stig hérna í dag, sagði Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Blackburn er ekki auðveldasti staðurinn til að koma á eftir tapleik af því að liðsmenn eru mjög erfiðir andstæðingar. Þeir eru mjög sterkir heima fyrir og gáfu okkur lítið pláss til að spila boltanum í fyrri hálfleik. Við hins vegar stjórnuðum miðjunni í síðari hálfleik, sagði ánægður stjóri Chelsea, Jose Mourinho. Í hinum leik gærdagsins áttust við Aston Villa og Newcastle á Villa Park. Luke Moore kom Aston Villa yfir strax á annarri mínútu og það var svo Juan Pablo Angel sem skoraði annað markið og þar við sat. 2-0 sigur Aston Villa var staðreynd. Ég hef í raun ekki gert neitt. Leikmennirnir hafa alfarið séð um þetta sjálfir. Það er góður andi í liðinu og leikmennirnir vilja spila góðan fótbolta, sagði Martin ONeill, stjóri Aston Villa, eftir leikinn í gær. Við lékum illa á köflum og við lékum líka vel á köflum í leiknum en það voru sumir leikmenn sem ollu mér vonbrigðum. Ég hef aldrei þurft að segja það áður. Við höfum núna tvær vikur til að laga þessa hluti og vonandi verða komnir nýir leikmenn til félagsins fyrir fimmtudaginn, sagði Glenn Roeder, framkvæmdastjóri Newcastle. Nýjasti leikmaður Newcastle, Obafemi Martins, fór meiddur af velli í gær.
Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjá meira