Meistararnir gefast ekki upp 18. maí 2006 08:45 Tim Duncan var frábær í leiknum í gær NordicPhotos/GettyImages Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Meistarar San Antonio neituðu að láta slá sig út úr úrslitakeppninni á heimavelli sínum í gær þegar liðið minnkaði muninn í 3-2 í einvígi sínu við Dallas í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með 98-97 sigri. Sigurinn var þó alls ekki auðveldur gegn frábæru liði Dallas og úrslitin réðust í rafmagnaðri spennu á lokasekúndunum líkt og í síðustu leikjum. Það var ljóst frá fyrstu sókn heimamanna að fyrirliðinn Tim Duncan ætlaði ekki að láta Dallas-liðið valta yfir sig og setti hann NBA met með því að hitta úr tólf fyrstu skotum sínum í leiknum. Meistararnir hittu ótrúlega vel lengst af í leiknum, en varnarleikur liðsins var alls ekki sannfærandi og leikmenn Dallas fengu að vaða uppi eins og verið hefur í einvíginu til þessa. Vörn San Antonio náði þó að halda þegar mest lá við í lokin og því sluppu meistararnir fyrir horn í þetta sinn. Þeirra bíður þó mjög erfitt verkefni í Dallas í sjötta leiknum. Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 12 fráköst, Tony Parker skoraði 27 stig og Manu Ginobili skoraði 18 stig. Ginobili átti stóran þátt í að San Antonio náði að landa sigrinum í lokinn með óþreytandi baráttu sinni og gerði hann leikmönnum Dallas lífið leitt með því að komast inn í sendingar þeirra hvað eftir annað eins og honum einum er lagið. Dirk Nowitzki skoraði 31 stig fyrir Dallas og hirti 10 fráköst, Josh Howard skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst og bakverðirnir Jason Terry og Devin Harris skoruðu 15 hvor. "Bæði lið voru mjög hungruð í sigur í kvöld og leikmenn beggja liða eru fullir af hungri og sigurvilja. Þessi spenna í lokin kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á því að hér yrði um 20 stiga sigur annars liðsins að ræða," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Robert Horry, leikmaður San Antonio, lék í nótt sinn 209. leik í úrslitakeppni á ferlinum og skaust upp fyrir Scottie Pippen í annað sæti yfir þá leikmenn sem spilað hafa flesta leiki í úrslitakeppni í sögu NBA. Hann vantar þó enn 28 leiki í Kareem Abdul Jabbar sem er í efsta sætinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira