LeBron James loksins í úrslitakeppnina 30. mars 2006 05:43 LeBron James hafði góða ástæðu til að berja sér á brjóst í nótt eftir að hafa skorað 46 stig gegn Dallas og tryggt sér og liði sínu farseðilinn í úrslitakeppnina NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Atlanta vann nauman sigur á Indiana 94-93 og vann þar með allar viðureignir liðanna í vetur. Al Harrington var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 23 stig, en Peja Stojakovic skoraði 31 stig fyrir Indiana. Miami vann nauman sigur á Toronto 98-94 eftir að hafa verið langt undir nær allan leikinn. Dwayne Wade tók hlutina í sínar hendur í síðari hálfleik eins og svo oft áður hjá Miami og endaði með 37 stig, en Mo Peterson skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. New Jersey hélt áfram góðri sigurgöngu sinni og vann 10. leikinn í röð í nótt þegar liðið skellti Memphis86-74. Þetta er í annað sinn í vetur sem New Jersey nær að vinna 10 leiki í röð. Richard Jefferson skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst hjá New Jersey, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Memphis. Boston valtaði yfir erkifjendur sína í New York á útivelli 123-98. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 101-91, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups og Antonio McDyess skoruðu 18 stig fyrir Detroit. Minnesota vann Orlando 103-91. Kevin Garnett skoraði 27 stig fyrir Minnesota og hirti 19 fráköst, en Dwight Howard skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando. Houston valtaði yfir Seattle 115-87. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Earl Watson skoraði 20 stig fyrir Seattle. Utah vann óvæntan útisigur á Denver 115-104. Mehmet Okur skoraði 24 stig fyrir Utah, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Sacramento lagði Portland 106-90. Brad Miller skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Viktor Khryapa skoraði 18 stig fyrir Portland. Loks vann New Orleans góðan sigur á Golden State á útivellli 86-85. Rashual Butler skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Jason Richardson og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor fyrir Golden State. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Sjá meira
Cleveland Cavaliers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í NBA með góðum sigri á Dallas á heimavelli sínum 107-94. LeBron James hjá Cleveland hélt upp á að vera kominn í úrslitakeppnina í fyrsta skiptið á ferlinum með því að salla 46 stigum á Dallas í leiknum, en Dirk Nowitzki var stigahæstur gestanna með 29 stig. Þetta var í fyrsta sinn í vetur sem Dallas tapar tveimur leikjum í röð. Atlanta vann nauman sigur á Indiana 94-93 og vann þar með allar viðureignir liðanna í vetur. Al Harrington var sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 23 stig, en Peja Stojakovic skoraði 31 stig fyrir Indiana. Miami vann nauman sigur á Toronto 98-94 eftir að hafa verið langt undir nær allan leikinn. Dwayne Wade tók hlutina í sínar hendur í síðari hálfleik eins og svo oft áður hjá Miami og endaði með 37 stig, en Mo Peterson skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. New Jersey hélt áfram góðri sigurgöngu sinni og vann 10. leikinn í röð í nótt þegar liðið skellti Memphis86-74. Þetta er í annað sinn í vetur sem New Jersey nær að vinna 10 leiki í röð. Richard Jefferson skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst hjá New Jersey, en Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst fyrir Memphis. Boston valtaði yfir erkifjendur sína í New York á útivelli 123-98. Paul Pierce skoraði 22 stig fyrir Boston og Eddy Curry skoraði 20 stig fyrir New York. Detroit vann auðveldan sigur á Philadelphia á útivelli 101-91, en leikurinn var í beinni útsendingu á NBA TV. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadelphia en Chauncey Billups og Antonio McDyess skoruðu 18 stig fyrir Detroit. Minnesota vann Orlando 103-91. Kevin Garnett skoraði 27 stig fyrir Minnesota og hirti 19 fráköst, en Dwight Howard skoraði 15 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando. Houston valtaði yfir Seattle 115-87. Yao Ming skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Houston, en Earl Watson skoraði 20 stig fyrir Seattle. Utah vann óvæntan útisigur á Denver 115-104. Mehmet Okur skoraði 24 stig fyrir Utah, en Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver. Sacramento lagði Portland 106-90. Brad Miller skoraði 24 stig fyrir Sacramento en Viktor Khryapa skoraði 18 stig fyrir Portland. Loks vann New Orleans góðan sigur á Golden State á útivellli 86-85. Rashual Butler skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Jason Richardson og Mike Dunleavy skoruðu 19 hvor fyrir Golden State.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Emilie Hesseldal í Grindavík Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Sjá meira