Tónlist

Orð má finna

Fjórða breiðskífa Í svörtum fötum kemur út í dag en hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1998. Á þessari plötu sem heitir Orð má finna 12 ný lög sem öll eru samin af strákunum í hljómsveitinni og þess má einnig geta að þeir sáu sjálfir um stjórn upptöku og útsetningar. Lögin "Þessa nótt" og "Ekkert mál" hafa verið að heyrast á öldum ljósvakans undanfarið og hafa fengið góðar viðtökur.

Nýjasta platan er mjög fjölbreytt og koma þeir félagar við í rokk og ról, ballöðum og allt þar á milli auk þess sem sem írskra þjólagaáhrifa þykir gæta í síðasta lagi plötunnar, "Dag einn.".

Fyrri plötur þeirra drengja hafa heldur betur slegið í gegn og þess má geta að þær hafa allar náð gullsölu eða 5.000 eintökum og meira.. Þetta eru plöturnar Í svörtum fötum 2002, Tengsl 2003 og Meðan ég sef 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×