Tónlist

Þræddi minni og stærri staði

Jakobínarína féll í góðan jarðveg hjá ritstjóra Rolling Stone
Jakobínarína féll í góðan jarðveg hjá ritstjóra Rolling Stone

David Fricke, einn ritstjóra Rolling Stone sem heimsótti Iceland Airwaves í annað sinn nú um helgina, er hæstánægður með hátíðina og þá listamenn sem þar koma fram í grein sinni "Rolling Stone Goes native at Airwaves Music Fest".

David er sérstaklega ánægður með þá íslensku flytjendurnar sem hann sá á hátíðinni og fer lofsamlegum orðum um tónleika Mugison, Reykjavík!, Skakkamanage, Dikta, Ghostigital og Jakobínarínu [mynd]. Hann átti einmitt stóran þátt í velgengni síðastnefndu sveitarinnar, en eftir að hafa séð Jakobínarína spila á Grand rokk, smæsta tónleikastað Airwaves hátíðarinnar, í fyrra og farið lofsamlega um frammistöðu hennar í grein sinni "Iceland Festival Rocks" fóru hjólin að snúast frá rokksveitinni úr Hafnarfriði.

Greinilegt er að David var duglegur við að þræða bæði stærri sem smærri svið hátíðarinnar í ár því auk þess að skrifa um tónleika Mugison og Jakobínarína á stærsta sviði hátíðarinnar, Listasafni Reykjavíkur, hrósar hann Miri tónleika sína á Grand rokk, en hljómsveitin steig þar fyrst á svið fimmtudagskvöldið kl.19:30. Greininni lýkur á umfjöllun um tónleika Jóhanns Jóhannssonar í Fríkirkunni sem David segir einn af hápunktum hátíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×