Innlent

Þjóðskrá annar nú útgáfu kennitalna

Þjóðskrá
Þjóðskrá MYND/Heiða Helgadóttir

Þjóðskrá annar nú útgáfu kennitalna eftir að fór að bera á töfum vegna gríðarlegrar sóknar útlendinga í vinnu hér í sumar. Þjóðskrá afgreiðir nú yfir eitthundrað kennitölubeiðnir á dag.

Næstum 4000 útlendingar eða 3.946 útlendingar fengu úthlutað kennitölu hjá Þjóðskrá í ágúst og september. Í þessum tölum eru ekki þeir Norðurlandabúar sem fá strax lögheimili hér á landi við framvísun samnorræns flutningsvottorðs. Aðrir en Norðurlandabúar fá ekki lögheimili á Íslandi fyrr en Útlendingastofnun gefur út dvalarleyfisskírteini þeim til handa. Reynslan hefur sýnt að einhver hluti framangreindra útlendinga ílendist. Flestir reyndust vera frá Póllandi - 1.905, frá Þýskalandi - 245, og Litháen 230.

Í umræðunni um útgáfu kennitalna til barna hefur gætt misskilnings, segir í frétt frá Þjóðskrá. Til þess að börn fái kennitölu þurfa forsjármenn þeirra, ef þeir hyggjast dveljast í landinu lengur en þrjá mánuði, að sækja um dvalarleyfi fyrir börn sín hjá Útlendingastofnun og kennitölu hjá Þjóðskrá. Í flestum þeirra mála sem mesta umfjöllun fengu í fjölmiðlum höfðu forsjármenn barnanna ekkert aðhafst gangvart Þjóðskrá og Útlendingastofnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×