Vilja eyða óvissu hjá erlendum konum 26. ágúst 2006 19:13 Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna vilja að stjórnvöld eyði þeirri óvissu sem sumar þeirra búa við þannig að þær geti yfirgefið ofbeldissambönd án þess að eiga það á hættu að vera vísað úr landi. Formaður allsherjarnefndar telur fullan vilja hjá stjórnvöldum til að fara yfir málið og skýra betur réttarstöðu þessa hóps. Útgáfu á atvinnuleyfum var breytt í fyrrahaust á þann hátt að ríkisborgarar innan Evrópska efnahagssvæðisins njóta nú forgangs til atvinnuleyfa á Íslandi. Þetta hefur haft í för með sér að erfiðara er fyrir fólk utan EES að fá atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Samtök kvenna af erlendum uppruna benda á að þetta geri erlendum konum sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hálfu eiginmanna sinna erfiðara um vik að yfirgefa þá því þær eigi yfir höfði sér brottvísun úr landi. Slík mál þekkjast nú þegar. Sabine Leskopf, stjórnarmaður í Samtökum kvenna af erlendum uppruna, segir að nú þegar hafi einni konu verið vísað úr landi og mál fimm eða sex kvenna séu nú inni á borði lögfræðings Alþjóðahússins. Á það hefur verið bent að konur í slíkri stöðu geti sótt um dvalarleyfi af mannúðarástæðum en Sabine segir að slíkt hafi hingað til aðallega verið veitt hælisleitendum. Hún vill lög og reglur verði gerð skýrari svo erlendar konur búi ekki við óöryggi um stöðu sína. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að mati Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segir að hingað til hafi menn skoðað hvert mál fyrir sig en ef fólk telji að eitthvað megi betur fara þannig að staða þessa hóps verði betri sé sjálfsagt að skoða það. Réttarstaðan verði hins vegar aldrei eins góð og hjá ríkisborgurum innan EES.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira