Lögreglan í Vestmannaeyjum óskar eftir samvinnu við almenning varðandi upplýsingar um fíkniefni. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni segir að fíkniefni séu oft fylgifiskur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum. Það sé því samfélagsleg skylda hvers og eins og því beinir lögreglan því til almennings að koma upplýsingum til lögreglu varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Vestmannaeyja. Fullri nafnleynd er heitið en hægt er að hafa beint samband við lögregluna í síma 4811665 eða fíkniefnasíma Ríkislögreglustjóra 800-5005.
