Innlent

Slitnað upp úr meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ

MYND/GVA

Slitnað hefur upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna í Mosfellsbæ. Þær hófust eftir að ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað hreinum meirihluta sínum í kosningunum á laugardag.

Viðræðurnar sigldu hins vegar í strand vegna ágreinings um hvort jafnræði skyldi vera milli flokkanna í skipan embætta og nefnda, en framsóknarmenn héldu fast í þá tillögu, en þeir og Vinstri - grænir fengu einn mann kjörinn en Samfylkingin tvo.

Oddviti framsóknarmanna sendi svo hinum flokkunum bréf í dag þar sem hann sleit viðræðunum formlega á þeim grundvelli. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sitja nú á fundi þar sem þeir ræða við hverja þeir eigi að hefja meirihlutaviðræður, en sjálfstæðismenn geta myndað meirihluta með öllum flokkum þar sem þeir hafa þrjá af sjö bæjarfulltrúum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×