Innlent

Tvöföldun ljúki ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir

Frá framkvæmdum við Reykjanesbraut.
Frá framkvæmdum við Reykjanesbraut. MYND/Stefán
Allt bendir til að seinni áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er er ein stærsta vegaframkvæmd þessa árs og næsta og mun bæta samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins verulega.

Jarðvélar eru aðalverktaki annars áfanga en fyrirtækið kom að fyrsta áfanga með Háfelli og Eykt. Nú stendur til að að tvöföldun áfram frá Strandarheiði að Fitjum í Njarðvík. Verklok eru áætluð haustið 2008 en forsvarsmenn Jarðvéla eru bjartsýnir og stefna að því að ná í flýtifé sem er í boði og klára miklu fyrr.

Guðmundur Björnsson, staðarstjóri Jarðvéla við Reykjanesbraut, segir fyrirtækið hafa ákveðna hvatningu til að klára verkefnið fyrr og jafnvel fyrir veturinn 2007. Aðspurður segir hann að vonir manna einnig standa til þess að geta haft einhverja kafla tilbúna á þessu ári.

Verkið gengur vel þrátt fyrir mikið umfang en færa þarf mikinn jarðveg og sprengja mikið við Reykjanesbrautina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×