Innlent

Skora á sveitarstjórnarmenn að semja sjálfir við félagið

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi skoraði á sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi að koma meira að kjarasamningagerð við félagið í stað þess að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldið var á Selfossi í gær. Í ályktun félagsins segir að dæmi hafi sannað að þar sem sveitastjórnarmenn hafi komið að samningum við bæjarstarfsmenn hafi betri sátt fengist um launakjör starfsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×