Innlent

Nýr forstjóri MP Fjárfestingabanka

Styrmir Þór Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka hf. og hefur hann störf þegar í stað. Styrmir er 35 ára og starfaði hann áður sem sérfræðingur fyrirtækjasviði Landsbankans en þar áður framkvæmdastjóri Atorku Group hf.

Áður en Styrmir kom til Atorku var hann framkvæmdastjóri Landsvaka, sjóðsstýringarfyrirtækis í eigu Landsbankans, og þar áður var hann forstöðumaður á verðbréfasviði Búnaðarbankans. Sigurður Valtýsson, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka hf., hefur verið ráðinn annar tveggja forstjóra fjáfestingafyrirtækisins Exista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×