Innlent

Íslenskt fyrirtæki verðlaunað

Íslenska fyrirtækið Industria hlaut í gær Red Herring Europe 100-verðlaunin, sem ár hvert er útdeilt af samnefndu viðskiptatímariti. Meðal þeirra fyrirtækja sem hampað hafa slíkum titli í gegnum tíðina eru til að mynda Google, eBay og Skype.

Starfsmenn Industria eru um 110 talsins og starfa þeir nú í fimm löndum. Guðjón Már Guðjónsson forstjóri Industria segir verðlaunin mikinn heiður og þau staðfesti stöðu fyrirtækisins sem eins af fremstu þjónustufyrirtækum í Evrópu.

Í fréttatilkynningu segir að Industria hafi hlotið verðlaunin að þessu sinni vegna breiðbandslausna fyrirtækisins, og fyrir uppbyggingu heildarlausna á fjarskipta- og afþreyingarsviði fyrir viðskiptavini sína. Heildarlausn frá Industria sé þegar í notkun hjá afþreyingar- og fjarskiptafyrirtækinu Magnet Networks á Írlandi sem miðlar sjónvarpsefni, kvikmyndum og annarri afþreyingu gegnum dreifinet sem nær til allt að 700,000 notenda í fimm stærstu borgum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×