Innlent

Um sextíu togarar að karfaveiðum á Reykjaneshrygg

MYND/Hari

Rétt tæplega sextíu togarar eru að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, suðvestur af landinu, samkvæmt talningu Landhelgisgæslunnar í gær. Þar af eru átta íslenskir togarar en í heild er þetta einhver stærsti floti sem hefur verið þarna að veiðum í einu til þessa. Allir togararnir eru að veiðum rétt við 200 mílna fiskveiðilögsögu-línuna, hvernig sem á því stendur að karfinn virðist halda sig einmitt þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×