Innlent

Skoðum landið sem hverfur

Hreindýr við Snæfell. Myndin er tekin í einni af ferðum gönguhópsins Augnabliks sem hefur skipulagt gönguferðir um landið sem hverfur.
Hreindýr við Snæfell. Myndin er tekin í einni af ferðum gönguhópsins Augnabliks sem hefur skipulagt gönguferðir um landið sem hverfur. MYND/Augnablik

Náttúruverndarsinnar sem kalla sig Íslandsvini, eru að skipuleggja fjölbreytta tíu daga fjölskyldudagskrá við Snæfell seinni hluta júlí til að kynna fyrir Íslendingum og útlendingum landið sem hverfur undir Hálslón í haust.

Íslandsvinir eru óformleg samtök fólks sem lætur sér annt um landið og vill varðveita það í þeirri mynd sem það er. Helena Stefánsdóttir, Íslandsvinur, segir fjölskyldudagskrána vera tækifæri fyrir almenning að nýta síðasta tækifærið til að berja augum landið sem hverfur undir vatn í haust undir handleiðslu kunnáttumanna og annarra náttúruunnenda.

Dagskráin byrjar með sólarhrings gönguferð inn að Töfrafossi, þar sem gist verður í tjaldi eina nótt. Svo tekur við fjölbreytt dagskrá með fræðslu og afþreyingu fyrir alla aldurshópa, börn sem fullorðna. Auk þess verður tónlist og leiklist gert hátt undir höfði við Snæfell í sumar.

Fyrsta uppákoma Íslandsvina verður skrúðganga og tónlistarhátíð niður Laugaveginn á kosningadaginn 27. maí, með þátttöku margra vinsælustu tónlistarmanna þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×