Innlent

Fasteignamarkaðurinn að ná jafnvægi?

Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var 32,5% samdráttur í fjölda þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í apríl samanborið við mars. Samdráttur í veltu nemur 27,5% fyrir sama tímabil. Í apríl voru þinglýstir 613 kaupsamningar samanborið við 908 í mars. Þetta kemur fram á vef greiningardeildar Landsbankanns.

Veltan í apríl mánuði nam samtals 16,8 milljörðum og var meðaltalsupphæð hvers samnings 27,4 m.kr. sem eru um 8% aukning frá fyrra mánuði er meðaltalsupphæðin var 25,4 m.kr. Hækkun á meðaltalsupphæð skýrist einna helst af því að samdrátturinn var hlutfallslega mestur á fjölbýli, eða 34,5%, um 10,2% á sérbýli og 15,9% á öðrum eignum en íbúðarhúsnæði.   Samdrátturinn er talsverður en hafa ber í huga að páskarnir voru í apríl sem skýrir samdráttinn að einhverju leyti. Á myndinni að neðan má sjá þróun fjölda þinglýstra kaupsamninga og meðaltalsupphæð á viku frá ársbyrjun 2005.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×