Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur gefið það upp að hann hafi enn ekki undirritað starfssamning hjá liðinu og segist fá greitt eftir munnlegu samkomulagi sem hann hafi gert við stjórn félagsins. "Ég trúi ekki á eitthvað pappírsrusl og vænti þess að menn standi við það sem þeir segja," segir Pearce.

