Innlent

Þiggur ekki annað sætið

MYND/kristjan_j_kristjansson

Valgerður H. Bjarnadóttir, eini bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri á kjörtímabilinu, hefur ákveðið að þiggja ekki annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún sóttist eftir fyrsta sætinu, en Baldvin H. Sigurðsson varð hlutskarpari í forvali flokksins og náði fyrsta sætinu. Valgerður, sem jafnframt á sæti í bæjarráði, er þó ekki að yfirgefa flokkinn og segist áfram ætla að taka þátt í flokksstarfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×