Innlent

Ritstýrir ekki fjölmiðlum

MYND/Vísir

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs segir ritstjórn fjölmiðla í eigu fyrirtækja hans ekki á sinni könnu. Hann komi einungis að rekstri fjölmiðla út frá arðsemissjónarmiðum. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Jón Ásgeir segir að undanfarið hafi fjölmiðlar 365 verið heimfærðir á sig persónulega og önnur fyrirtæki sem hann er í forsvari fyrir. Þetta hafi orðið til þess að fjöldi manna hafi leitað til hans og óskað eftir því að hann breyti efnistökum í fjölmiðlum í eigu 365. Hann segir beiðnirnar engan árangur hafa borið. Jón Ásgeir segir fyrrverandi ritstjóra DV, þá Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, hafa farið af brautinni í sínu starfi. Þeir hafi þó tekið pokann sinn og aðrir megi taka þá til fyrirmyndar með það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×