Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar 9. maí 2006 16:10 MYND/Heiða Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gerða Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. Borgarráð fól á dögunum borgarstjóra að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey með það að markmiði að auka aðsókn í Viðey. Jafnframt er hugmyndin að reisa íbúðir á hluta núverandi svæðis Árbæjarsafns. Starfsmenn safnsins andæfa þessum hugmyndum og segja málið ekki hugsað með hagsmuni safnsins að leiðarljósi. Ljóst sé að þjónusta við almenning versni ef hugmyndirnar verði að veruleika. Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri varðveislu á Árbæjarsafninu, bendir á að þúsundir skólabarna heimsæki safnið árlega og það geti verið vandkvæðum bundið að flytja þá út í eyna á veturna. Menn þekki af reynslunni að ekki sé alltaf auðvelt að komast út í ey. Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna tekur undir áhyggjur starfólks Árbæjarsafns og segir faglega hagsmuni safnsins ekki hafða að leiðarljósi. Gerður bendir enn fremur á að starf minjasafnsins snúist ekki um húsin ein og sér heldur einnig rannsóknir á fornminjum og sögu Reykjavíkur. Hugmyndin sé því vanhugsuð. Gerður segir enn fremur að flutningurinn sé vandasamur því burðarvirki húsanna sé viðkvæmt og bendir á að Lækjargötuhúsið á safninu hafi hrunið við síðustu flutninga og hún spyr hvað gerist þegar húsið fari út á sjó. Gerður segir að þvert á það sem haldið sé fram hamli staðsetningin ekki starfinu en árlega koma um 40 þúsund manns á Árbæjarsafnið. Hún segir enn fremur að starfsfólkið vilji þétta byggðina á safninu og tengja það betur Elliðaárdalnum þannig að fólk geti komið við á safninu í sunnudagsgöngunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gerða Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. Borgarráð fól á dögunum borgarstjóra að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey með það að markmiði að auka aðsókn í Viðey. Jafnframt er hugmyndin að reisa íbúðir á hluta núverandi svæðis Árbæjarsafns. Starfsmenn safnsins andæfa þessum hugmyndum og segja málið ekki hugsað með hagsmuni safnsins að leiðarljósi. Ljóst sé að þjónusta við almenning versni ef hugmyndirnar verði að veruleika. Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri varðveislu á Árbæjarsafninu, bendir á að þúsundir skólabarna heimsæki safnið árlega og það geti verið vandkvæðum bundið að flytja þá út í eyna á veturna. Menn þekki af reynslunni að ekki sé alltaf auðvelt að komast út í ey. Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna tekur undir áhyggjur starfólks Árbæjarsafns og segir faglega hagsmuni safnsins ekki hafða að leiðarljósi. Gerður bendir enn fremur á að starf minjasafnsins snúist ekki um húsin ein og sér heldur einnig rannsóknir á fornminjum og sögu Reykjavíkur. Hugmyndin sé því vanhugsuð. Gerður segir enn fremur að flutningurinn sé vandasamur því burðarvirki húsanna sé viðkvæmt og bendir á að Lækjargötuhúsið á safninu hafi hrunið við síðustu flutninga og hún spyr hvað gerist þegar húsið fari út á sjó. Gerður segir að þvert á það sem haldið sé fram hamli staðsetningin ekki starfinu en árlega koma um 40 þúsund manns á Árbæjarsafnið. Hún segir enn fremur að starfsfólkið vilji þétta byggðina á safninu og tengja það betur Elliðaárdalnum þannig að fólk geti komið við á safninu í sunnudagsgöngunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira