Lögreglan í Reykjavík yfirheyrði mann á miðvikudag sem var grunaður um að hafa tekið átta ára telpu upp í bíl sinn í Árbænum síðastliðinn sunnudag. Ökumaðurinn keyrði um stund með stúlkuna en sleppti henni svo út úr bílnum.
Ekki var vitað hvað gerðist meðan telpan var í bíl mannsins.En að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ,,nokkuð ljóst¿ hvað það var.
Við yfirheyrslurnar á miðvikudag kom fram að grunurinn reyndist ekki réttur og var manninum sleppt. Rannsókn málsins stendur enn yfir.