Æfa viðbrögð við Kötluvá 24. mars 2006 13:23 Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl. Æfingin verður tvískipt; laugardaginn 25. mars verður æft í Vestur-Skaftafellssýslu og sunnudaginn 26. mars í Rangárvallasýslu. Ef um raunverulegan atburð væri að ræða væru áætlanir virkjaðar fyrir bæði svæði í einu en í æfingaskyni var ákveðið að skipta þessu svona til þess að geta betur fylgst með framgangi æfingarinnar á hvoru svæði fyrir sig. Þetta verkefni er margþætt og hefur verið undirbúið af kostgæfni til að markmiðum æfingarinnar verði náð. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu. Þannig er ætlunin að virkja íbúa sem eru á rýmingarsvæðunum til þess að rýma hús sín og skrá sig í fjöldahjálparstöðvum. Í kjölfar hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum hefur verið unnið að viðbragðsáætlun fyrir þau svæði í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem eru á áhrifasvæði þessara eldstöðva. Til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er ritstjórn viðbragðsáætlana í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans. Ljóst er að mörg sveitarfélög eiga hagsmuna að gæta þegar eldgos með tilheyrandi jökulhlaupi brýst út í Mýrdaljökli. Allir íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu er hvattir til þess að taka þátt í æfingunni og hjálpa til við gera hana sem raunverulegasta. Þeir munu fá boð frá Neyðarlínunni með SMS og talskilaboðum um að æfingin sé hafin og þeir beðnir að fara í fjöldahjálparstöðvar á viðkomandi svæði. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt en það gefur raunverulegar upplýsingar um hversu langan tíma rýmingin tekur. Það er von allra, sem standa að undirbúningi Bergrisans, að íbúar sjái sér hag í þátttöku. Að undirbúningi æfingarinnar hafa komið fulltrúar frá öllum lögregluumdæmunum á áhrifasvæðinu auk fulltrúa fjölmargra viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja. Einnig hafa veitufyrirtækin á svæðinu komið að undirbúningi æfingarinnar og munu þau æfa sínar viðbragðsáætlanir samhliða. Almennt markmið æfingarinnar er að hún sé sem raunverulegust og verkefnin valin með hliðsjón af vandamálum, sem líklegt er að komi upp í raunverulegu eldgosi og sem mikilvægt er að æfa, t.a.m. flutningur rúmliggjandi einstaklinga og þeirra sem neita að yfirgefa heimili sín. Að öðru leyti eru markmiðin þau að: · Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í viðbragðsáætluninni. · Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu. · Draga fram lærdóm, nýta lærdóminn til endurbóta á viðbragðsáætluninni. Báða æfingadagana mun Bergrisinn byrja milli kl. 09.00 og 11.00 og standa til kl.18:00. · Föstudaginn 24. mars kl.16:00 verður sameiginleg fjarskiptaæfing þar sem boðleiðir verða prófaðar á öllu svæðinu. · Laugardaginn 25. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Sunnudaginn 26. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Rangárvallasýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Mánudaginn 27. mars verða haldnir rýnifundir í héraði þar sem þátttakendur í æfingunni, stjórnendur og starfsfólk bakskipulags leggja fram athugasemdir til umræðu. Þær fara síðan inn í skýrslu um niðurstöðu æfingarinnar sem verður gefin út í maí 2006. · Miðvikudaginn 29. mars verður sameiginlegur úrvinnslufundur í Reykjavík með stjórnendum í héraði, í samhæfingarstöð og æfingastjórn, þar sem farið verður yfir æfinguna og hún rýnd til gagns. Niðurstöður fara í skýrslu um æfinguna sem gefin verður út í maí 2006. Katla Kötlufréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl. Æfingin verður tvískipt; laugardaginn 25. mars verður æft í Vestur-Skaftafellssýslu og sunnudaginn 26. mars í Rangárvallasýslu. Ef um raunverulegan atburð væri að ræða væru áætlanir virkjaðar fyrir bæði svæði í einu en í æfingaskyni var ákveðið að skipta þessu svona til þess að geta betur fylgst með framgangi æfingarinnar á hvoru svæði fyrir sig. Þetta verkefni er margþætt og hefur verið undirbúið af kostgæfni til að markmiðum æfingarinnar verði náð. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu. Þannig er ætlunin að virkja íbúa sem eru á rýmingarsvæðunum til þess að rýma hús sín og skrá sig í fjöldahjálparstöðvum. Í kjölfar hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum hefur verið unnið að viðbragðsáætlun fyrir þau svæði í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem eru á áhrifasvæði þessara eldstöðva. Til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er ritstjórn viðbragðsáætlana í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans. Ljóst er að mörg sveitarfélög eiga hagsmuna að gæta þegar eldgos með tilheyrandi jökulhlaupi brýst út í Mýrdaljökli. Allir íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu er hvattir til þess að taka þátt í æfingunni og hjálpa til við gera hana sem raunverulegasta. Þeir munu fá boð frá Neyðarlínunni með SMS og talskilaboðum um að æfingin sé hafin og þeir beðnir að fara í fjöldahjálparstöðvar á viðkomandi svæði. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt en það gefur raunverulegar upplýsingar um hversu langan tíma rýmingin tekur. Það er von allra, sem standa að undirbúningi Bergrisans, að íbúar sjái sér hag í þátttöku. Að undirbúningi æfingarinnar hafa komið fulltrúar frá öllum lögregluumdæmunum á áhrifasvæðinu auk fulltrúa fjölmargra viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja. Einnig hafa veitufyrirtækin á svæðinu komið að undirbúningi æfingarinnar og munu þau æfa sínar viðbragðsáætlanir samhliða. Almennt markmið æfingarinnar er að hún sé sem raunverulegust og verkefnin valin með hliðsjón af vandamálum, sem líklegt er að komi upp í raunverulegu eldgosi og sem mikilvægt er að æfa, t.a.m. flutningur rúmliggjandi einstaklinga og þeirra sem neita að yfirgefa heimili sín. Að öðru leyti eru markmiðin þau að: · Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í viðbragðsáætluninni. · Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu. · Draga fram lærdóm, nýta lærdóminn til endurbóta á viðbragðsáætluninni. Báða æfingadagana mun Bergrisinn byrja milli kl. 09.00 og 11.00 og standa til kl.18:00. · Föstudaginn 24. mars kl.16:00 verður sameiginleg fjarskiptaæfing þar sem boðleiðir verða prófaðar á öllu svæðinu. · Laugardaginn 25. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Sunnudaginn 26. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Rangárvallasýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Mánudaginn 27. mars verða haldnir rýnifundir í héraði þar sem þátttakendur í æfingunni, stjórnendur og starfsfólk bakskipulags leggja fram athugasemdir til umræðu. Þær fara síðan inn í skýrslu um niðurstöðu æfingarinnar sem verður gefin út í maí 2006. · Miðvikudaginn 29. mars verður sameiginlegur úrvinnslufundur í Reykjavík með stjórnendum í héraði, í samhæfingarstöð og æfingastjórn, þar sem farið verður yfir æfinguna og hún rýnd til gagns. Niðurstöður fara í skýrslu um æfinguna sem gefin verður út í maí 2006.
Katla Kötlufréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira