Þykja hafa unnið töluvert afrek við slökkvistarf 12. júní 2006 22:48 Frá Fljótsdal. MYND/Vilhelm Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Slökkviliðsmenn á Héraði þykja hafa unnið töluvert afrek í kvöld þegar þeir slökktu eld sem kviknað hafði í fallgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en ekki liggur fyrir hversu mikið tjónið er.Það var um klukkan 16.45 sem Brunavarnir á Héraði fengu tilkynningu um eldinn og samkvæmt fyrstu fréttum voru fjórir menn fastir inn í göngunum. Allt tiltækt lið á Héraði var sent á staðinn, alls 15 menn.Baldur Árnason, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, segir að þegar menn hafi komið á staðinn hafi komið í ljós að eldurinn logaði í rúmlega 230 metra hæð í fallgöngunum þannig að þetta hafi ekki litið vel út. Þrír reykkafarar hafi verið sendir upp, þar af einn sem var mjög kunnugur göngunum og öllum aðferðum til að fara upp þau. Það hafi ráðið úrslitum um það að þessir þrír menn hafi náð að slökkva eldinn á efsta palli.Að sögn Baldurs var allverulegur eldur í göngunum á meðan hann brann en þar logaði meðal annars í suðuvélum sem notaðar eru til að sjóða saman stálrör í fallgöngunum. Sem betur fer hafi tekist að rýma allt svæðið. Það hafi ekki aðeins þurft að rýma göngin heldur einnig aðgöng að fallgöngunum og göngin þar sem risabor eitt sé.Bæði starfsmenn og slökkviliðsmenn sluppu ómeiddir. Aðspurður segir Baldur það töluvert afrek hjá reykköfurunum að slökkva eldinn við erfiðar aðstæður í 230 metra hæð. Menn séu ekki þjálfaðir þráðbeint til að fara í svona mál en hann telji að mennirnir hafi staðið sig ótrúlega vel.Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en rannsókn þarf til að staðfesta það. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið tjónið var í eldinum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira