Í dag kl. 14.30 munu borgarstjóri, embættismenn og starfsfólk Ráðhússins, Fríkirkjuvegs 1 og 11 taka til hendinni og hreinsa í kringum Tjörnina, Ráðhúsið og byggingar menntasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs.
Markmiðið er að fegra til og sýna gott fordæmi og hvetja um leið aðra borgarstarfsmenn til að hreinsa nánasta umhverfi sinna stofnana. Átakið hefst kl. 14.30 í vesturenda Ráðhússins þar sem áhöldum, pokum og vestum merktum átakinu verður dreift.