Djasssveifla í miðbænum 3. ágúst 2006 13:28 Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sem syngur á Q bar í kvöld við undirleik þeirra Björns Thoroddsens gítarleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara. Egill Ólafsson vermdi heita sætið á Q-bar síðastliðið fimmtudagskvöld við góðar undirtektir áheyrenda. Í kvöld verður ekkert gefið eftir og mun söngdívan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir stíga þar á stokk fyrir djassþyrsta borgarbúa sem á hverju fimmtudagskvöldi geta notið lifandi tónlistar í miðbænum. „Heita sætið" á Q-bar hefur fest sig rækilega í sessi í hjörtum djassunnenda. Undanfarin fimmtudagskvöld hefur barinn verið þéttsetinn og stemningin hástemmd. Síðasta fimmtudag vermdi Egill Ólafsson „Heita sætið", söng þekkta slagara og skemmti gestum eins og honum einum er lagið. Söngkonan sem nú sest í sætið góða er enginn eftirbátur Egils. Það verður Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sem syngur í kvöld við undirleik þeirra Björns Thoroddsens gítarleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara. Guðlaug er landanum velkunn fyrir djasssöng. Hún lauk mastersprófi í djasssöng frá Konunglega tónlistarháskólanum í Haag árið 2003 og eftir að hún flutti heim stofnaði hún kvintett Guðlaugar Ólafsdóttur sem haldið hefur fjöldann allan af tónleikum og flutt sígild djasslög í bland við þekkt dægurlög. Guðlaug hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum, tekið þátt í söngleikum og sungið lag eftir Geirmund Valtýsson í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1993. Guðlaug starfar einnig sem söngkennari við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Tónlistarflutningurinn hefst klukkan 22 á Q-bar við Ingólfsstræti og er aðgangur ókeypis. Lífið Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Egill Ólafsson vermdi heita sætið á Q-bar síðastliðið fimmtudagskvöld við góðar undirtektir áheyrenda. Í kvöld verður ekkert gefið eftir og mun söngdívan Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir stíga þar á stokk fyrir djassþyrsta borgarbúa sem á hverju fimmtudagskvöldi geta notið lifandi tónlistar í miðbænum. „Heita sætið" á Q-bar hefur fest sig rækilega í sessi í hjörtum djassunnenda. Undanfarin fimmtudagskvöld hefur barinn verið þéttsetinn og stemningin hástemmd. Síðasta fimmtudag vermdi Egill Ólafsson „Heita sætið", söng þekkta slagara og skemmti gestum eins og honum einum er lagið. Söngkonan sem nú sest í sætið góða er enginn eftirbátur Egils. Það verður Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir sem syngur í kvöld við undirleik þeirra Björns Thoroddsens gítarleikara og Jóns Rafnssonar bassaleikara. Guðlaug er landanum velkunn fyrir djasssöng. Hún lauk mastersprófi í djasssöng frá Konunglega tónlistarháskólanum í Haag árið 2003 og eftir að hún flutti heim stofnaði hún kvintett Guðlaugar Ólafsdóttur sem haldið hefur fjöldann allan af tónleikum og flutt sígild djasslög í bland við þekkt dægurlög. Guðlaug hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum, tekið þátt í söngleikum og sungið lag eftir Geirmund Valtýsson í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1993. Guðlaug starfar einnig sem söngkennari við djassdeild Tónlistarskóla FÍH. Tónlistarflutningurinn hefst klukkan 22 á Q-bar við Ingólfsstræti og er aðgangur ókeypis.
Lífið Menning Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira