Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV 28. september 2006 13:00 MYND/GVA Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira