ÍBV fellur og fjögur önnur lið eru í hættu 10. september 2006 11:00 Ólíkt hlutskipti. Baldur Aðalsteinsson úr Val tæklar hér Fylkismanninn Arnar Þór Úlfarsson en Kristinn Hafliðason fylgist með. Valur er í baráttu um Evrópusæti en Fylkismenn eru enn í talsverðri fallhættu. MYND/Anton Brink Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Í dag hefst 16. umferð Landsbankadeildar karla með fjórum leikjum. FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum og Ólafur Þórðarson, sem spáir í spilin fyrir Fréttablaðið í dag, býst ekki við öðru. „Þeir tryggja sér titilinn í þessum leik. Ég held að það sé ekki spurning,“ sagði Ólafur. Augu margra munu þó sjálfsagt beinast að fallbaráttunni sem er gríðarlega spennandi. ÍBV er á botninum og segir Ólafur að örlög liðsins séu nánast ráðin. „ÍBV er svo gott sem fallið. En ég tel að fjögur lið séu svo í mikilli fallhættu en þetta eru Fylkir, Grindavík, Breiðablik og ÍA. Þarna munar ekki nema tveimur stigum á liðunum.“ Tvö þessara liða munu mætast innbyrðist í dag er Breiðablik tekur á móti gamla liði Ólafs, ÍA. „Þetta er vitaskuld afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Ég var búinn að spá honum jafntefli og held mig við það.“ Hin liðin, Fylkir og Grindavík, eiga mjög erfiða útileiki fyrir höndum en Fylkir fer til Keflavíkur í dag og á morgun tekur Valur á móti Grindvíkingum. „Þetta verður mjög erfitt fyrir bæði Fylki og Grindavík. Keflavík hefur staðið sig mjög vel, leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts og komnir í bikarúrslit. Valur er á góðu róli og vill sjálfsagt tryggja sér annað sætið í deildinni,“ sagði Ólafur. Þá mætast Víkingur og KR einnig í dag en fyrrnefnda liðið vill sjálfsagt fá nokkur stig til viðbótar til að gulltryggja veru sína í deildinni. „Víkingar eru með mikið baráttulið og bæði lið hafa sjálfsagt áhuga á að styrkja stöðu sína í efri hluta deildarinnar.“ Ólafur sagði á almennum nótum að botnbaráttan hafi komið sér mest á óvart í sumar. „Ég reiknaði fyrirfram ekki með því að jafn mörg lið og raunin er yrðu í hættu undir lok mótsins. Staðan á toppnum hefur verið svipuð og búist var við enda FH eina liðið sem hefur verið stöðugt í sumar. Það var fyrst þegar þeir voru nánast búnir að tryggja sér titilinn að þeir fóru að misstíga sig. Þá hefur það einnig verið mjög athyglisvert að öðrum liðum sem var spáð í toppbaráttuna hefur ekki tekist að fylgja eftir þeim væntingum,“ sagði Ólafur. Leikir dagsins hefjast kl. 14 en Valur mætir Grindavík kl. 20 annað kvöld og er leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Viðureign Breiðabliks og ÍA í dag er sömuleiðis í beinni útsendingu á sömu stöð.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira