Innlent

Nokkuð um slys í borginni í gær

Lögreglunni í Reykjavík bárust nokkrar tilkynningar um slys á fólki í gær eftir því sem segir á vef lögreglunnar . Um miðjan dag datt karlmaður á áttræðisaldri í Mosfellsbæ. Óttast var að hann væri fótbrotinn en maðurinn var fluttur á slysadeild. Síðdegis féll sjö ára stúlka innandyra í Breiðholti en hún var að stíga dans með vinum sínum. Stúlkan missti eina tönn og önnur losnaði.

Undir kvöldmat datt kona á miðjum aldri í útjaðri umdæmisins. Talið var að hún væri handleggsbrotin en kona kaus að koma sér sjálf á slysadeild.

Undir miðnætti lentu tveir knattspyrnukappar á þrítugsaldri í samstuði í Egilshöllinni. Annar var fluttur á slysadeild en hinn kaus að bíða átekta og ætlaði sjálfur á slysadeild ef ástandið versnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×