Skólayfirvöld Menntaskólans við Sund segja ákvörðun Umhverfissviðs borgarinnar um tafarlausa lokun íþróttahúss skólans, vegna margvíslegra athugasemda, í engu samræmi við raunverulegt ástand, og mótmæla jafnframt vinnubrögðum skoðunarmanna.
Þá segir í tilkynningu frá skólanum að rangfærslur og hrein ósannindi hafi verið í tilkynningu heilbrigðiseftirlitsins. Íþróttahúsið verði því lokað, að minnsta kosti þar til einhver viðbrögð koma frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar við bréfi, sem Menntaskólilnn hefur ritað Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.