Ekkert minnst á álverið í Straumsvík í stefnuskránni 8. maí 2006 17:28 Álverið í Straumsvík MYND/Vísir Öllum börnum í Hafnarfirði sem náð hafa átján mánaða aldri verður tryggð leikskólavist á næsta kjörtímabili, ef markmið Samfylkingarinnar í bænum ná fram að ganga. Ekkert er minnst á framtíð álversins í Straumsvík í stefnuskrá flokksins fyrir næstu fjögur ár. Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti stefnu- og verkefnaskrá sína fyrir næstu fjögur ár á kosningaskrifstofu sinni við Strandgötuna í dag. Þar er meðal annars lögð áhersla á að treysta enn frekar fjárhagsstöðu bæjarins og greiða niður skuldir. Þá hyggst flokkurinn hefja byggingu nýs hjúkrunarheimilis, bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og koma upp gervigrasvöllum við alla grunnskóla. Aðspurður telur Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Samfylkingarinnar, að þetta þýði ekki að nauðsynlegt sé að draga saman á einhverjum sviðum rekstursins. Meirihlutinn í bæjarstjórn hafi náð að efla og styrkja stöðu bæjarins á kjörtímabilinu þannig að vel sé hægt að sækja fram með margar nýjungar, líkt og gert hafi verið á síðustu fjórum árum. Athygli vekur að ekkert er minnst á framtíð álversins í Straumsvík í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir næstu fjögur ár. Lúðvík segir það helgast af því að svo mörgu sé enn ósvarað í því máli. Þar á meðal sé deiliskipulag óafgreitt hvað viðvíkur umhverfis- og mengunarmálum auk þess sem eftir á að ganga frá hlutum varðandi fjárhagsleg samskipti og greiðslur frá álverinu til bæjarins, ef af stækkun yrði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Öllum börnum í Hafnarfirði sem náð hafa átján mánaða aldri verður tryggð leikskólavist á næsta kjörtímabili, ef markmið Samfylkingarinnar í bænum ná fram að ganga. Ekkert er minnst á framtíð álversins í Straumsvík í stefnuskrá flokksins fyrir næstu fjögur ár. Samfylkingin í Hafnarfirði kynnti stefnu- og verkefnaskrá sína fyrir næstu fjögur ár á kosningaskrifstofu sinni við Strandgötuna í dag. Þar er meðal annars lögð áhersla á að treysta enn frekar fjárhagsstöðu bæjarins og greiða niður skuldir. Þá hyggst flokkurinn hefja byggingu nýs hjúkrunarheimilis, bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og koma upp gervigrasvöllum við alla grunnskóla. Aðspurður telur Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Samfylkingarinnar, að þetta þýði ekki að nauðsynlegt sé að draga saman á einhverjum sviðum rekstursins. Meirihlutinn í bæjarstjórn hafi náð að efla og styrkja stöðu bæjarins á kjörtímabilinu þannig að vel sé hægt að sækja fram með margar nýjungar, líkt og gert hafi verið á síðustu fjórum árum. Athygli vekur að ekkert er minnst á framtíð álversins í Straumsvík í stefnuskrá Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir næstu fjögur ár. Lúðvík segir það helgast af því að svo mörgu sé enn ósvarað í því máli. Þar á meðal sé deiliskipulag óafgreitt hvað viðvíkur umhverfis- og mengunarmálum auk þess sem eftir á að ganga frá hlutum varðandi fjárhagsleg samskipti og greiðslur frá álverinu til bæjarins, ef af stækkun yrði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira