Innlent

Maður með hníf í hendi kom á leikskólann Hagaborg

Maður í annarlegu ástandi og með hníf í hendi kom á leikskólann Hagaborg um fjögurleitið í dag, en hann huggðist sækja barn sambýliskonu sinnar. Starfsfólki tókst að tala manninn til og lét hann frá sér hnífinn áður en til vandræða kom. Lögreglan í Reykjavík var kölluð á staðinn og færðu þeir manninn í sínar vörslur. Sambýliskonu mannsins var ekki kunngugt um ástand hans en talið er að hann eigi við lyfjafíkn og andleg veikindi að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×