Úrvalsdeildarlið Blackburn gekk frá samningi við tvo leikmenn nú rétt áðan. Fyrst keypti það David Bentley frá Arsenal og gerði við hann langtímasamning, en hann hefði verið í láni hjá Blackburn síðan í haust. Þá fær liðið franska sóknarmanninn Florent Sinama Pongolle hjá Liverpool að láni út leiktíðina.
