Innlent

Vegir víðast greiðfærir

Flestir vegir landsins eru greiðfærir en hálka og hálkublettir á stöku fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hins vegar er þoka á Hellisheiði og í Þrengslum.

Hálka er á Holtavörðuheiði, Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálkublettir eru á Vatnsskarði fyrir norðan og á Austurlandi eru hálkublettir á leiðinni upp að Kárahnjúkum, á Mjóafjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×