Innlent

Kjósa um sameiningu verkalýðsfélaga

Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands. MYND/Hari

Félagar í Félagi járniðnaðarmanna hafa samþykkti að gengið verði til atkvæða um sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna. Alls eru tæplega fjögur þúsund félagsmenn í félögunum tveimur.

Félagsfundur hefur verið boðaður í Vélstjórafélagi Íslands í næsta mánuði til að fjalla um sameininguna. Gert er ráð fyrir að ef af sameiningu verði skipti formenn félaganna með sér formennsku tvö fyrstu árin en láti síðan af störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×