Innlent

Glitský sést í Suður-Þingeyjarýslu

MYND/Kolbrún Ívarsdóttir

Svokallað glitský sást í Suður-Þingeyjarsýslu í morgun, bæði við Mýtvatn og á Húsavík. Glitský eru ský sem eru í fimmtán til tuttugu kílómetra hæð í heiðhvolfinu. Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn veginn einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans, og það gerðist í morgun, eins og sjá má.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×