Tónlist

Queen hefur selt mest allra

Hljómsveitin Queen á mest seldu plötu allra tíma í Bretlandi, safnplötuna Greatest Hits sem kom út árið 1981. Alls hefur platan selst í rúmlega 5,4 milljónum eintaka þar í landi.

Queen skákar þar með þekktum plötum á borð við Sgt. Pepper"s Lonely Hearts Club Band með Bítlunum og (What"s the Story) Morning Glory sem lentu í næstu sætum á eftir. Athygli vekur að sjöunda söluhæsta platan er önnur safnplata Queen, Greatest Hits II, sem hefur selst í rúmum 3,6 milljónum eintaka.

Hljómsveitin Queen er þekkt fyrir slagara á borð við Bohemian Rhapsody og We Will Rock You. Söngvari sveitarinnar, Freddie Mercury, lést á síðasta áratug úr alnæmi.

Meðal þekktra nafna sem komust ekki á listann yfir hundrað söluhæstu plöturnar voru Bob Dylan, The Rolling Stones og The Sex Pistols.

Robbie Williams á aftur á móti sex plötur á listanum og Oasis, Michael Jackson og Celine Dion þrjár hver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×