Tónlist

Stones á toppnum

Breska rokksveitin átti tónleikaferð ársins og dró til sín tæplega tvær milljónir aðdáenda.
Breska rokksveitin átti tónleikaferð ársins og dró til sín tæplega tvær milljónir aðdáenda.

Tónleikaferð rokkhundanna í The Rolling Stones, Bigger Bang, hefur verið valin tónleikaferð ársins af bandaríska tónlistartímaritinu Billboard. Byggðist valið á aðsóknartölum og því hversu mikið tónleikaferðin þénaði.

Hljómsveitin halaði inn tæplega sextán milljarða króna á tímabilinu 1. desember 2005 til 29. september 2006. Alls sóttu tæplar tvær milljónir aðdáenda tónleika Stones víðs vegar um heiminn.

Söngkonan Madonna hlaut einnig verðlaun fyrir metsölutónleika sína á Wembley Arena í London sem alls voru átta talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×