Tónlist

U2 vinnur dómsmál

u2 Hljómsveitin U2 hefur unnið mál sem höfðað var gegn fyrrverandi stílista hennar.
u2 Hljómsveitin U2 hefur unnið mál sem höfðað var gegn fyrrverandi stílista hennar.

Írska hljómsveitin U2 hefur unnið dómsmál sem hún höfðaði gegn fyrrverandi útlitshönnuði sínum, Lolu Cashman. Var hún sökuð um að hafa tekið muni í eigu sveitarinnar án leyfis á meðan á tónleikaferð hennar stóð vegna Joshua Tree-plötunnar árið 1987.

Meðal þess sem hún hafði í fórum sér var kúrekahattur sem Bono notaði ásamt fleiri fötum. Lola hélt því fram að hún hefði fengið munina að gjöf frá Bono. Hann var ekki á sama máli og kom fyrir rétt á Írlandi þar sem hann sagðist ekki hafa gefið henni neitt. Verðmæti munanna er talið vera um 450.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×