Menn dansa líka í Noregi 4. nóvember 2006 12:30 Niðurstaða: Norska sveitin Datarock heimsótti okkar á Iceland Airwaves á dögunum. Frumraun þeirra er eðal partíplata sem ætti ekki að skilja neinn mann eftir kyrran. Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. Ég sá Eldar, rafeindafræðing Airwaves-gengisins, mæla með þeim í sjónvarpinu og þar sem hann er smekkmaður merkti ég við þá á dagskránni hjá mér sem eitthvað ómissandi. Eftir að ég sannaði fyrir sjálfum mér að það væri vel hægt að missa af þeim, bætti ég þeim upp fyrir kjánaskap minn með því að kaupa plötuna við fyrsta tækifæri. Sé ekki eftir því. Datarock spilar nokkurs konar ungæðisblöndu af rokki eins og Bright Eyes eða Death from Above 1979 eru að gera og rafpönki eins og Le Tigre eða Peaches gera. Áhrif frá Talking Heads eru líka mjög sterk. Þessu er þó ekkert alltaf blandað saman, því sveitin skiptir líka um stíla á milli laga. Þó svo að textarnir séu afar kauðalegir (með aulabröndurum á borð við lagaheitið Nightflight to Uranus) er eitthvað við diskóhrynjandina og einfaldar útsetningarnar sem er mjög heillandi. Eitt laganna, hið frábæra Computer Camp Love, er ástarsaga sem hefur sögumann og kór og minnir mig þannig alltaf á Summer Nights úr Grease. Líklegast viljandi gert þar sem setningarnar; „Tell me more, was it love at first sight? Tell me more, did you put up a fight?“ koma við sögu. Mjög skondið. Helsti slagari sveitarinnar hingað til hefur þó verið lagið Fa Fa Fa, sem býr yfir slíkum sjarma að það brennist inn í heilahvelið á hlustandanum og situr kyrrt þar um nokkurt skeið. Það er óhætt að mæla með þessari plötu fyrir opið fólk. Hver partí-slagarinn á fætur öðrum. Hver hefði trúað þessu, en Norðmenn geta greinilega líka verið svalir … nei, í alvöru! Birgir Örn Steinarsson Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ég missti af þessum á Airwaves, eins og öllu sem mig langaði virkilega að sjá í ár. Erfitt að skemmta sér á mörgum stöðum í einu. En Datarock er frá Noregi og var partur af norskum hluta hátíðarinnar. Ég sá Eldar, rafeindafræðing Airwaves-gengisins, mæla með þeim í sjónvarpinu og þar sem hann er smekkmaður merkti ég við þá á dagskránni hjá mér sem eitthvað ómissandi. Eftir að ég sannaði fyrir sjálfum mér að það væri vel hægt að missa af þeim, bætti ég þeim upp fyrir kjánaskap minn með því að kaupa plötuna við fyrsta tækifæri. Sé ekki eftir því. Datarock spilar nokkurs konar ungæðisblöndu af rokki eins og Bright Eyes eða Death from Above 1979 eru að gera og rafpönki eins og Le Tigre eða Peaches gera. Áhrif frá Talking Heads eru líka mjög sterk. Þessu er þó ekkert alltaf blandað saman, því sveitin skiptir líka um stíla á milli laga. Þó svo að textarnir séu afar kauðalegir (með aulabröndurum á borð við lagaheitið Nightflight to Uranus) er eitthvað við diskóhrynjandina og einfaldar útsetningarnar sem er mjög heillandi. Eitt laganna, hið frábæra Computer Camp Love, er ástarsaga sem hefur sögumann og kór og minnir mig þannig alltaf á Summer Nights úr Grease. Líklegast viljandi gert þar sem setningarnar; „Tell me more, was it love at first sight? Tell me more, did you put up a fight?“ koma við sögu. Mjög skondið. Helsti slagari sveitarinnar hingað til hefur þó verið lagið Fa Fa Fa, sem býr yfir slíkum sjarma að það brennist inn í heilahvelið á hlustandanum og situr kyrrt þar um nokkurt skeið. Það er óhætt að mæla með þessari plötu fyrir opið fólk. Hver partí-slagarinn á fætur öðrum. Hver hefði trúað þessu, en Norðmenn geta greinilega líka verið svalir … nei, í alvöru! Birgir Örn Steinarsson
Menning Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira