Tónlist

Ástarsól Óskars

Komin er út þriðja sólóplata Óskars Péturssonar, Ástarsól, en fyrri plötur Óskars hafa báðar náð metsölu. Á plötunni flytur Óskar lög Gunnars Þórðarsonar sem ávallt hefur verið í miklum metum hjá Óskari og hann hefur borið mikla virðingu fyrir sem lagahöfundi. Óskar syngur fjórtán lög Gunnars og þar af níu ný lög. Meðal eldri laga á plötunni eru: Ástarsæla, Vetrarsól, Bláu augun þín, Hafið og Reykjavík.

Meðal textahöfunda á nýju plötunni eru: Davíð Oddsson, Friðrik Erlingsson, Karl Mann, Halldór Gunnarsson, Kristján Hreinsson, Einar Már Guðmundsson og Gísli Rúnar Jónsson. Óskar syngur dúett í tveimur lögum með Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Regínu Ósk.

Gunnar Þórðarson stjórnaði upptökum á plötunni auk þess að útsetja lögin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×