Tónlist

Píanó Lennons sýnt

Bítillinn fyrrverandi var myrtur af brjáluðum aðdáanda í New York árið 1980.
Bítillinn fyrrverandi var myrtur af brjáluðum aðdáanda í New York árið 1980.

Popparinn George Michael ætlar að lána píanó sitt sem var í eigu Johns Lennons á sýningu gegn stríði sem verður haldin í Dallas í Bandaríkjunum. Skipuleggjandi hennar er félagi Michaels, Kenny Goss.

Píanóið er sérlega merkilegt fyrir þær sakir að Lennon samdi á því lagið Imagine. Michael keypti það fyrir um 220 milljónir króna á uppboði fyrir sex árum.

Á sýningunni verða einnig sýndar ljósmyndir sem Don McCullin tók í Afganistan, Víetnam og Beirút.

George Michael hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir að hafa reykt kannabis í breskum sjónvarpsþætti. „Ég held geðheilsunni og gleðinni með þessu,“ sagði Michael. Popparinn fór nýverið í sína fyrstu tónleikaferð í rúm fimmtán ár og ferðast hann um Bretland síðar í þessum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×