Melódískt orgelpopp 20. október 2006 10:30 Mates of State Bring it Back Niðurstaða: Hjónakornin í Mates of State halda áfram að fóðra okkur á melódísku indí-poppi sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik. Ágæt plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Mates of State er ein af þeim sveitum sem koma fram á Airwaves-hátíðinni í ár. Bring it Back er fjórða platan hennar, en sveitin var stofnuð af þeim Kori Gardner, söngkonu og hljómborðsleikara, og Jason Hammel, söngvara og trommuleikara, í Kansas árið 1997. Þau giftu sig árið 2001. Bring it Back er gefin út af gæðafyrirtækinu Moshi Moshi og er fyrsta platan þeirra sem er gefin út í Evrópu, en fyrri plöturnar hafa bara verið fáanlegar þar innfluttar í takmörkuðu upplagi. Tónlist Mates of State er indí-popp sem er borið uppi af hljómborðs- og trommuleik, en þeim tekst samt að fá fyllingu í hljóminn, m.a. með notkun aukahljóðfæra. Samsöngur þeirra Kori og Jasons er líka einkennandi. Tónlistin er melódísk og krúttleg, en með dimmum undirtóni. Það er hægt að greina áhrif frá ýmsum flytjendum og stefnum úr poppsögunni (t.d. Beach Boys og orgelsveitum eins og Stereolab), en samt hafa Mates of State alveg sinn stíl. Ég veit ekki hvort eitthvert þessara laga á eftir að ná því að verða klassík, en mörg þeirra eru vel samin og skemmtileg, t.d. Like U Crazy, Beautiful Dreamer og Punchlines. Bring it Back er nokkuð fjölbreytt plata. Það hefur verið töluvert hlaðið á sum laganna til þess að fá feitari hljóm og auka fjölbreytnina. Á heildina litið er Bring it Back athyglisverð plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð stórs hóps poppaðdáenda.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“