Tónlist

Tíminn og vatnið

steinn steinarr
steinn steinarr

Kammerkór Langholtskirkju flytur tónsmíð Jóns Ásgeirssonar við ljóð Steins Steinarrs, Tíminn og vatnið á Hádegistónleikum Háskóla Íslands í Norræna húsinu í dag.

Fyrsta hluta verksins samdi Jón árið 1968, sem hann reyndar endurskoðaði árið 1972. Fimm árum síðar lauk hann tveimur seinni hlutum verksins og endurskoðaði þann fyrsta enn á ný

Verkið, sem Jón tileinkar eiginkonu sinni Elísabetu Þorgeirsdóttur, var frumflutt af Hamrahlíðarkórnum rúmum tíu árum síðar en það er fyrir blandaðan kór án undirleiks.

Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson en tónleikarnir hefjast kl. 12.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×