Stefna hafi ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingar 26. október 2006 13:58 MYND/GVA Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stefna ríkisstjórnarinnar hefur ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni á ársfundi sambandsins í morgun. Þar gerði hann hnattvæðinguna og samábyrgð vegna hennar að umtalsefni sínu. Benti hann á að verkalýðsforystan hefði á síðustu árum tekið upp baráttu fyrir þá útlendinga sem hingað hefðu leitað eftir atvinnu í kjölfar hnattvæðingarinnar. Sagði hann hnattvæðinguna hafa bæði góðar og slæmar hliðar og að verkalýðsforystan teldi að bæði félög, einstök ríki og alþjóðasamfélagið í heild ætti að skuldbinda sig til að vinna að því að hnattvæðingin leiddii til aukinnar velferðar. „Hnattvæðingin krefst þannig meiri samábyrgðar, vegna þess að við verðum sífellt háðari því sem aðrir ákveða og gera. Hún krefst þess að settar verði skýrari reglur á alþjóðlegum vettvangi og jafnframt að skilgreind séu refsiákvæði gagnvart löndum og fyrirtækjum sem fylgja ekki þessum alþjóðlegu reglum. Hnattvæðingin krefst þess einnig að við tryggjum sveigjanleika launafóks og aðlögunarhæfni, til dæmis með menntuninni, því þannig tryggjum við starfsaðstæður fyrir alla sem hægt er að una við," sagði Grétar. Hann benti enn fremur á að grundvallarforsendan fyrir því að Íslendingar gætu nýtt sér tækifærin í hnattvæðingunni væri stöðugleiki en á það hefði skort. ASÍ hefði talað fyrir mikilvægi þess að samþætta stefnu í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum en oft talað fyrir daufum erum. „Ólga í efnahagsmálum og á vinnumarkaði á undanförnum árum er ekki síst til komin vegna þess að stjórnvöld hafa litið hlutina öðrum augum. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig beinlínis ýtt undir neikvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar," sagði Grétar einnig. Grétar nefndi til nokkur atriði sem áhersla yrði lögð á í tenglsum við stefnumótun um ábyrga og réttláta hnattvæðingu. Þar á meðal væri staða fólks á vinnumarkaði, menntun og mannauður, efling rannsókna og nýsköpunar, alþjóðleg samvinna og ekki síst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. „Til að tryggja framgang þessara viðfangsefna leggur Alþýðusambandið til að komið verði á virku samráði stjórnvalda og aðila vinnuarmarkaðarins. Þar verði fjallað um og mótuð sameiginleg afstaða til þessara viðfangsefna," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira