Síminn og Atlassími ná sáttum í deilu 26. júlí 2006 06:45 Starfsstöð Neyðarlínunnar Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrast kæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, vegna bráðabirgðaákvörðunar í deilu Símans hf. og Atlassíma ehf. MYND/Hari Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu. Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Síminn hf. og Atlassími ehf. hafa náð sátt um að bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar verði fylgt eftir, en með henni var Síminn skyldaður til þess að fallast á flutning símanúmera yfir í netsímaþjónustu Atlassíma. Atlassími sendi kvörtun til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna synjunar Símans um númeraflutning en með samkomulaginu fellst Síminn á að flytja númerin yfir í netsímaþjónustu Atlassíma, verði eftir því óskað. Póst- og fjarskiptastofnun hóf undirbúning vegna innleiðingar á netsímaþjónustu hérlendis í lok árs 2004. Stofnunin kallaði þá til hagsmunaaðila sem komu sínum sjónarmiðum á framfæri. Í fréttatilkynningu, sem Póst- og fjarskiptastofnun sendi frá sér á dögunum, segir að „sérstakt samráð hafi verið haft við Neyðarlínuna um þau atriði sem snúa að staðsetningarupplýsingum,“ en í því samráðsferli kom fram að enn hefði ekki verið sett á markað lausn sem getur staðsett síma á sama hátt og almenna heimilissíma. Til mótvægis við þess annmarka, sem enn eru fyrir hendi, var ákveðið að skilgreina sérstaka númeraröð fyrir flökkuþjónustu, sem gerir notendum kleift að nota síma þar sem þeir komast í internetsamband. Það skal gert með því að merkja sérstaklega þau símanúmer sem flutt væru úr almennum númeraröðum yfir í netsímaþjónustu, en fjarskiptafélögum ber að upplýsa notendur sérstaklega um þá annmarka sem eru á netsímaþjónustu, „meðal annars á grundvelli þess að Neyðarlínan gerði ekki athugasemdir við fyrirætlanir stofnunarinnar eins og þær birtust í yfirlýsingu um netsímaþjónustu frá 3. febrúar. 2006.“ Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar undrar sig á því að Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri hafi kært bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar. „Ég varð undrandi á því að Neyðarlínan skyldi kæra, þar sem við höfðum lagt okkur fram við það að hafa samráð við stofnunina um allt sem við kom þjónustu við netsíma, þegar að þessum málum var unnið í upphafi. Þá gerði Neyðarlínan engar athugasemdir við tilhögun mála.“ Samkvæmt fjarskiptalögum er fjarskiptafyrirtækjum ekki skylt að miðla staðsetningarupplýsingum til neyðarþjónustu, en samstarf milli fyrirtækja hérlendis hefur verið með þeim hætti, að örugglega hefur gengið að skapa öryggiskerfi „sem full ástæða er til þess að standa vörð um,“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu frá Póst- og fjarskiptastofnun. Hrafnkell segir málinu, sem við kemur tilhögun netsíma á íslenskum markaði, lokið með sátt Símans og Atlassíma og ekki sé að vænta frekari afskipta stofnunarinnar af málinu.
Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira