Tónleikahaldari sest í bæjarstjórastól 21. júlí 2006 17:00 Bæjarstjórinn og fjölskylda Grímur Atlason nýráðinn bæjarstjóri á Bolungarvík með Helgu Völu konu sinni og börnunum þeirra fjórum. Grímur Atlason, þroskaþjálfi og tónleikahaldari með meiru, er nýráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Grímur hefur um árabil verið búsettur í Vesturbænum í Reykjavík ásamt konu sinni Helgu Völu Helgadóttur, leik- og fjölmiðlakonu. Ég hef aldrei verið feiminn við breytingar og þetta er mikið tækifæri fyrir mig. Fólkið í Bolungarvík hefur verið að bíða eftir göngum og þess háttar en ég tel að það séu mjög bjartir og öflugir tímar framundan hjá okkur, segir Grímur. Grímur og Helga Vala eiga fjögur börn, tvö saman og sitthvora stelpuna úr fyrri sambúð. Við förum vestur þessi fjögurra manna kjarni en stofnum svo til heimilis fyrir okkur öll sex í Bolungarvík, segir Grímur. Helga Vala verður svo með annan fótinn í Reykjavík til að byrja með, þar sem hún er í lögfræði í HR, en mun síðan stunda fjarnám eins og kostur gefst. Grímur og Helga Vala hafa búið í Vesturbænum um árabil en bæjarstjórinn nýráðinn segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. 101 er ekki nafli alheimsins og það er ótrúlega margt sem gerist þar fyrir utan. Við eigum yndislega íbúð í Vesturbænum sem við vorum lengi að finna en það er algjör óþarfi að rjúka til og selja hana. Kannski komum við samt aldrei aftur en það verður bara að koma í ljós. Við erum allavega ekki að fara til að vera í tvo mánuði, segir Grímur. Grímur er ekki tengdur Bolungarvík á neinn hátt en á þó ættir sínar að rekja til Vestfjarða. Afi Gríms, Grímur Jónsson, byggði jörðina Súðavík og átti meðal annars frystihúsið þar í bæ. Í aðra ættina er ég Vestfirðingur en í hina frá Raufarhöfn. Þetta eru tvö helstu menningarsvæði landsins, segir Grímur stoltur, en hann hefur ekki látið sitt eftir liggja í menningarmálum landsbyggðarinnar og hélt meðal annars tónleika með Emilíönu Torrini í Bolungarvík fyrir nokkru. Grímur hefur verið einn ötulasti tónleikahaldari landsins undanfarin ár en býst við að það dragi nokkuð úr því þar sem hann er kominn í nýtt starf. Tónleikahaldið er ótryggur bransi og ætli það sé ekki með mig eins og fólkið fyrir vestan að efnahagsstjórnun landsins fer ekki vel með okkur því sveiflurnar eru svo miklar, segir bæjarstjórinn í Bolungarvík. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira
Grímur Atlason, þroskaþjálfi og tónleikahaldari með meiru, er nýráðinn bæjarstjóri í Bolungarvík. Grímur hefur um árabil verið búsettur í Vesturbænum í Reykjavík ásamt konu sinni Helgu Völu Helgadóttur, leik- og fjölmiðlakonu. Ég hef aldrei verið feiminn við breytingar og þetta er mikið tækifæri fyrir mig. Fólkið í Bolungarvík hefur verið að bíða eftir göngum og þess háttar en ég tel að það séu mjög bjartir og öflugir tímar framundan hjá okkur, segir Grímur. Grímur og Helga Vala eiga fjögur börn, tvö saman og sitthvora stelpuna úr fyrri sambúð. Við förum vestur þessi fjögurra manna kjarni en stofnum svo til heimilis fyrir okkur öll sex í Bolungarvík, segir Grímur. Helga Vala verður svo með annan fótinn í Reykjavík til að byrja með, þar sem hún er í lögfræði í HR, en mun síðan stunda fjarnám eins og kostur gefst. Grímur og Helga Vala hafa búið í Vesturbænum um árabil en bæjarstjórinn nýráðinn segist ekki vita hvað framtíðin beri í skauti sér. 101 er ekki nafli alheimsins og það er ótrúlega margt sem gerist þar fyrir utan. Við eigum yndislega íbúð í Vesturbænum sem við vorum lengi að finna en það er algjör óþarfi að rjúka til og selja hana. Kannski komum við samt aldrei aftur en það verður bara að koma í ljós. Við erum allavega ekki að fara til að vera í tvo mánuði, segir Grímur. Grímur er ekki tengdur Bolungarvík á neinn hátt en á þó ættir sínar að rekja til Vestfjarða. Afi Gríms, Grímur Jónsson, byggði jörðina Súðavík og átti meðal annars frystihúsið þar í bæ. Í aðra ættina er ég Vestfirðingur en í hina frá Raufarhöfn. Þetta eru tvö helstu menningarsvæði landsins, segir Grímur stoltur, en hann hefur ekki látið sitt eftir liggja í menningarmálum landsbyggðarinnar og hélt meðal annars tónleika með Emilíönu Torrini í Bolungarvík fyrir nokkru. Grímur hefur verið einn ötulasti tónleikahaldari landsins undanfarin ár en býst við að það dragi nokkuð úr því þar sem hann er kominn í nýtt starf. Tónleikahaldið er ótryggur bransi og ætli það sé ekki með mig eins og fólkið fyrir vestan að efnahagsstjórnun landsins fer ekki vel með okkur því sveiflurnar eru svo miklar, segir bæjarstjórinn í Bolungarvík.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Sjá meira