Erlent

Önnur mannskæð árás í Írak

Að minnsta kosti tíu létust og 29 særðust í bílsprengjuárás á hóp írakskra lögreglumannna sem voru á eftirlitsferð um Suður-Bagdad í dag. Meðal hinna látnu voru bæði almennir borgarar og lögreglumenn og segja yfirvöld í borginni að sprengingin hafi verið svo öflug að stór gígur hafi myndast eftir hana og þá eyðilögðust einnig nokkrir bílar. Þetta var annað mannskæða sprengjutilræðið í dag, en í morgun varð sjálfsmorðsárásarmaður í herklæðum 23 að bana þegar hann sprengdi sig í loft upp í mötuneyti í herstöð skammt norður af höfuðborginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×