Erlent

Björgunarstarfi að mestu lokið

Alþjóðlegar björgunarsveitir hafa að mestu lokið störfum á hamfarasvæðunum í Indónesíu en vinnan undanfarnar vikur hefur aðallega snúist um hreinsun og að finna og grafa líkamsleifar þeirra sem létust. Fundist hafa yfir 123 þúsund lík í Indónesíu en yfirvöld segja nú að líklegast verði aldrei vitað nákvæmlega hversu margir fórust. Á Srí Lanka létust 38 þúsund, 11 þúsund á Indlandi og 5400 á Taílandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×