Gaman að rölta um og skoða borgina 22. febrúar 2005 00:01 Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það. Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það.
Heilsa Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira